Afnotaréttur

Umsýsla auðlinda

Foss1

Með ábúð ríkisjarða fylgja yfirleitt mikil réttindi og þeir aðilar sem eru með ábúðarsamninga njóta þá hlunninda eins og veiðiarðs í ám og vötnum, hreindýraarðs, reka og æðarvarps.  Einnig hafa þeir ákveðinn rétt til að nýta vatnsafl í litlar virkjanir ásamt því að hafa rétt til að nýta jarðvarma og möl til heimilisnota. Algengast er að auðlindir tilheyri þeim sem landið á.

Það er nú verkefni Ríkiseigna fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins að semja um endurgjald (leigu) fyrir afnotarétt réttinda undir yfirráðum ríkisins, þó ekki innan þjóðlendna.

Umsækjandi þarf að óska eftir leyfi til rannsókna og nýtingar á auðlindum og sér Orkustofnun um slíkar leyfisveitingar. Ríkiseignir, í umboði fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem landeigandi, hafa samt svigrúm til að heimila hagnýtingu auðlinda á ríkisjörðum til heimilis- og búsþarfa ábúenda. 

Í auðlindaumsýslu felst m.a. samningagerð um endurgjald fyrir nýtingu auðlinda í eigu eða á forræði ríkisins.