Hvað eru auðlindir?

Fumarole_im_Feld_Namafjall_Hverir_6035Jarðrænar auðlindir í eigu ríkisins falla undir verksvið Ríkiseigna. Mikil verðmæti geta falist í auðlindum en til jarðarænna auðlinda telst t.d. vatnsafl, jarðhiti, ferskvatn, möl og önnur jarðefni.

Samkvæmt jarðalögum eru hlunnindi á jörðum skilgreind eftirfarandi: „Hlunnindi merkja í lögum þessum hvers konar auðlindir, nytjar aðrar en grasnytjar, lífræn og ólífræn efni og efnasambönd, villt dýr, plöntur, annað lífríki og önnur nýtanleg réttindi sem fylgja jörð.“

Á starfandi löggjafarþingi 2015-2016 hefur verið lögð fram tillaga nokkra þingmanna til þingsályktunar um skilgreiningu auðlinda: Tillagan á heimasíðu Alþingis 

Í þingsályktuninni er áhugaverð samantekt á mismunandi gerðum auðlinda ásamt tillögu um hvað gæti fallist undir hugtakið auðlindir.