Verkefni

SjorVið ákvörðun auðlindagjalds er rétt að taka tillit til þess hve miklu þarf að kosta til að geta nýtt viðkomandi auðlind, svo sem við virkjanagerð til að virkja fossa eða borholur eftir heitu vatni. 

Vatnsafl

Mikil fjárfesting fylgir almennt virkjunarframkvæmdum. Eignarréttur vatnsafls er gjarnan sameign margra, að hluta til skýrist það af því að ár og lækir eru oft landamerki jarða og því eiga aðliggjandi jarðir í flestum tilfellum réttinn í sameiningu og löng vegalengd árfarvegs.

Jarðhiti 

Þegar leggja skal mat á verðmæti jarðhitaauðlindar þarf m.a. að taka tillit til magns og hitastigs og þess hve miklu þarf að kosta til að geta nýtt auðlindina.  Kostnaður við borholur, hreinleikinn, þ.e. útfellingar og tæring eru þættir sem geta skipt sköpum. 

Kalt vatn 

Allir þurfa drykkjarvatn og þ.a.l. er verið að nýta um allt land vatn úr vötnum, ám, lækjum, lindum og borholum.  Auk neysluvatns sem einstaklingar afla sér, eru sveitarfélögin með almenningsveitur, fiskvinnslan og ýmis iðnaður notar mikið vatn og á síðustu árum er vatnsútflutningur vaxandi atvinnugrein  Þessi auðlind mun án efa skipta þjóðina miklu máli í framtíðinni og áhugi á að nýta hana til útflutnings fer vaxandi.

Jarðefni 

Samkvæmt jarðalögum merkir hugtakið jarðefni öll gosefni og önnur steinefni, málma, málmblendinga og málmsteindir, kol, jarðolíu, jarðgas og önnur nýtanleg efni sem finnast í jörðu. Mikilvægustu nytjar hafa verið möl og grjót af ýmsu tagi, en þó eru til samningar um fleira, s.s. samningagerð um rannsóknir eftir vinnslu gulls í Þormóðsdal.