Útboð
Örútboð 287 - Tröllaskagi - Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður Þjónustusamningur - aðalverktaka
Ríkiseignir óska eftir aðalverktökum til að taka þátt í örútboði vegna þjónustusamnings um endurbætur og viðhald á fasteignum á Tröllaskaga. Verkefnið felst í almennu viðhaldi, tilfallandi breytingum og endurbótum, allt eftir þörfum á hverjum tíma. Þær iðngreinar sem útboðið nær yfir eru trésmíði, rafvirkjun, pípulagnir og málun.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn, 16. mars 2021 kl. 14.00.
Örútboð 315- Aðalstræti 92, Patreksfirði – Endurnýjun og breytingar
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar og breytinga við Aðalstræti 92 á Patreksfirði sem hýsir lögreglu og sýslumann.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 2. mars kl. 14.00.
Verklok eru 1. ágúst 2021
Örútboð 321 – Vogabraut 4, Akranesi - Utanhússviðgerðir
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna utanhússviðgerða að Vogabraut 4, Akranesi.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 16. feb. 2021, kl. 14:15
Verklok eru 1. okt. 2021
Örútboð 320 – Bjarnarbraut 2, Borgarnesi - Utanhússviðgerðir
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna utanhússviðgerða að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 16. feb. 2021, kl. 14:00
Verklok eru 1. sept. 2021
Örútboð 304 - Sjúkrahúsið Akranesi - Endurnýjun A og B deilda í C-álmu
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar A og B deilda í C-álmu sjúkrahússins á Akranesi, Merkigerði 9.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn, 18. feb. 2021, kl. 14:00
Lok framkvæmdatíma er 1. mars 2022
Örútboð 314- Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurbóta 3. hæðar við Hvanneyrarbraut 37-39 á Siglufirði.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 27. jan. 2021 kl. 14:00.
Verklok 1. júní 2021
Fréttir

Skúffan
Ríkiseignir eru nú komnar með ,,Skúffureikningaforrit“ sem er sérsniðið að reikningagerð fyrir Ríkiseignir og auðveldar birgjum okkar að senda reikninga.
Smelltu hér og þá kemstu beint á Skúffuna.
Lesa meira
Nýr opnunartími
Ríkiseignir hafa nýtt sér heimild kjarasamninga til að stytta vinnuvikuna og vilja þannig stuðla að aukinni samræmingu vinnu og einkalífs. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að umbótum til að ná fram aukinni skilvirkni og betri tímastjórnun þannig að tryggja megi sömu þjónustu þrátt fyrir styttri opnunartíma.
Opnunartími Ríkiseigna breytist í kjölfarið og verður:
Mánudagar-fimmtudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-15:30
Föstudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-14:00
Lesa meira
Nútímalegt vinnuumhverfi – áherslur og viðmið
Nýlega gaf fjármála- og efnahagsráðuneytið út stefnuskjal um Áherslur og viðmið í húsnæðismálum stofnana ríkisins og Framkvæmdasýsla ríkisins leiðbeiningar um Viðmið um vinnuumhverfi .
Lesa meira- Verkefnastjórar
- Endurbætur og viðhald fasteigna Ríkiseigna aukast vegna fjárfestingaátaks stjórnvalda
- Framkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins
- Fasteignir og jarðir til sölu
- Breytingar hjá Ríkiseignum
- Nútímavætt viðskiptaumhverfi ríkisins með rafrænum reikningum
- Hjólavottun 2019
- Nýr vefur Ríkiseigna
- Listasafn Íslands baðað jólaljósum
- Græn skref í Ríkisrekstri
- Viðhald á verki Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu 2018
- Lokaúttekt hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi