Útboð

Örútboð nr. 305 – Borgarbraut 2, Stykkishólmi – Utanhússviðgerðir

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna utanhússviðgerða við Borgarbraut 2, Stykkishólmi. Verkið felst í að fjarlægja núverandi einangrun og múr. Einangra á húsið að nýju og klæða og m.a. viðgerð á gluggum. 

Tilboð verða þriðjudaginn 11. ágúst 2020 kl. 14.00.

Verklok eru 15. des. 2020

Örútboð nr. 310 - Sölvhólsgata 4 – endurnýjun glugga o.fl.

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík sem hýsir Menntamálaráðuneytið.

Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 23. júní 2020 kl. 14.00.

Framkvæmdalok 15. nóvember 2020

Örútboð nr. 309 – Háskólinn Akureyri – þakviðhald

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna þakviðhalds á Háskólanum Akureyri. 

Tilboð verða opnuð föstudaginn, 12. júní kl. 14:00


Fréttir

Sumarlokun

Ríkiseignir loka 30., 31.júli og 4. ágúst  vegna sumarleyfis starfsfólks. 

Lesa meira
Timburhus-Jonstott

Tilboð óskast í timburhús til brottflutnings

Ríkiseignir óska eftir tilboðum í að fjarlægja timburhús. Staðsetning hússins er suð-vestur af Gljúfrasteini (Jónstótt) í Mosfellsdal. 

Tilboðum skal skila til Ríkiseigna, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 21. júlí 2020

Lesa meira

Framkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins

Ríkiseignir og Minjavernd hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings um að hefja fyrsta áfanga við endurgerð á Hegningarhúsinu Skólavörðustíg. Húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar og mikilvægt að viðgerð hússins taki mið af upprunalegri gerð þess, bæði hvað efnisval og handverk varðar.

Lesa meira