Útboð
Örútboð 314- Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurbóta 3. hæðar við Hvanneyrarbraut 37-39 á Siglufirði.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 27. jan. 2021 kl. 14:00.
Verklok 1. júní 2021
Örútboð 297 – Sjúkrahúsið Ísafirði - Slysadeild
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna breytinga við sjúkrahúsið á Ísafirði. Verkið felst í breytingum á slysadeild sjúkrahússins.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, miðvikudaginn, 25. nóv. 2020 kl. 14.00.
Verklok eru 1. mars 2021
Örútboð 316– Skúlagata 4 - rif innanhúss
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna breytinga innanhúss að Skúlagötu 4. Um er að ræða rif innanhúss. Í 1. áfanga er fyrirhugað að hreinsa allt út á 2. og 3. hæð í húsinu, alls um 2000 m2 og valin svæði á fyrstu hæð alls um 400m2.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, 5. nóv. 2020 kl. 14.00.
Verklok eru 15. jan. 2021
Fréttir

Verkefnastjórar
Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem koma fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstir og
kröfuharðir kaupendur að hönnun, eftirliti og framkvæmdum. Sjá auglýsingu.

Endurbætur og viðhald fasteigna Ríkiseigna aukast vegna fjárfestingaátaks stjórnvalda
Í samræmi við sérstakt fjárfestingaátak stjórnvalda, gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hafa framkvæmdaverkefni Ríkiseigna, sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna aukist um 1,6 milljarða króna frá því sem áður var áætlað.
Lesa meira
Framkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins
Ríkiseignir og Minjavernd hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings um að hefja fyrsta áfanga við endurgerð á Hegningarhúsinu Skólavörðustíg. Húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar og mikilvægt að viðgerð hússins taki mið af upprunalegri gerð þess, bæði hvað efnisval og handverk varðar.
Lesa meira- Fasteignir og jarðir til sölu
- Breytingar hjá Ríkiseignum
- Nútímavætt viðskiptaumhverfi ríkisins með rafrænum reikningum
- Hjólavottun 2019
- Nýr vefur Ríkiseigna
- Listasafn Íslands baðað jólaljósum
- Græn skref í Ríkisrekstri
- Viðhald á verki Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu 2018
- Lokaúttekt hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
- Ný lyfta í Þjóðleikhúsinu
- Tollhúsið við Tryggvagötu
- Fjölbrautarskóli suðurnesja