Eignir ríkisins

Eignir ríkisins eru töluvert fleiri en þær sem eru í umsjá Ríkiseigna. Taflan sýnir grófa samantekt yfir fasteignir og jarðir í eign íslenska ríkisins miðað við eignarhluta í byrjun árs 2018 (mat er í m. kr.):

Tegund eigna Fjöldi  Flatarmál  Fasteignamat  Brunabótamat 
Hús og mannvirki 967 889.571 145.250 252.213
Jarðir og eyðibýli 450   5.728 12.658
Landréttindi 552   11.864  
Hlunnindi og ræktun 87   208 277
Samtals 2.056   163.050 265.148

Gögnin byggja á þeim færslum í fasteignaskrá Þjóðskrár sem skráðar eru á ríkissjóð sem eiganda fasteignaréttinda. Ef um sameign með sveitarfélögum er að ræða er tekið tillit til þess við útreikning á stærð og verðmati.