Um byggingar

Byggingasvið Ríkiseigna hefur umsjón með um 500 þús. m² húsnæðis í um 300 fasteignum víðsvegar um landið. Fasteignirnar hýsa framhaldsskóla, spítala, heilsugæslustöðvar, söfn, lögreglustöðvar og hefðbundið skrifstofuhúsnæði. Starfsmenn byggingasviðs eru tólf. Sjö verkefnastjórar bygginga sem hafa umsjón með fasteignunum, þrír verkefnastjórar framkvæmda og einn verkefnastjóri útboðsmála og samninga auk sviðsstjóra. Hlutverk byggingasviðs er að meta ástand fasteigna með tilliti til viðhaldsþarfa, nauðsynlegra endurbóta og aðlögun að breyttri starfsemi. Það fer síðan eftir stærð verkefna hvort þau eru boðin út í opnum útboðum eða sem örútboð innan rammasamnings.

Allar fasteignir í umsjón Ríkissjóðs Íslands má sjá í byggingavefsjá Ríkiseigna.