Útboð

ÚTBOÐ – Laugavegur 66 - Glerskipti

Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna verksins: Laugavegur 166 – glerskipti. Verkið felst í að skipta um gler á austur- og suðurhlið hússins við Laugaveg 166.

Lesa meira

ÚTBOÐ - Heilsugæslan Ólafsvík - endurnýjun á þaki og þakbrún

Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar á þaki og þakbrún við Heilsugæsluna á Ólafsvík, Engihlíð 28, Ólafsvík. Verkið felst í viðgerðum á þaki og niðurfallsrörum hússins, þakklæðning hússins verður endurnýjuð og nýtt bárustál sett á. Þar að auki verður ný þakrenna búin til milli þaks og steypts þakkants, niðurfallsrör endurnýjuð og niðurfallsbrunnar settir í nýja þakrennu.

Lesa meira

ÚTBOÐ – Stjórnsýsluhúsið Vestmannaeyjum – Viðgerðir utanhúss

Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna viðgerða utanhúss við stjórnsýsluhúsið í Vestmannaeyjum. Um er að ræða endurbætur á klæðningum utanhúss, gluggaskipti að hluta, málun glugga og almennar viðgerðir.

Lesa meira

ÚTBOÐ 255 – Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík – þjónustusamningur um pípulagnir

Ríkiseignir óska eftir pípulagningarmönnum til að taka þátt í örútboði vegna þjónustusamnings um endurbætur og viðhald pípulagna í Menntaskólanum í Reykjavík og Kvennaskólanum í Reykjavík. Verkefnið felst í almennu viðhaldi pípulagna, tilfallandi breytingum og endurbótum, allt eftir þörfum á hverjum tíma.

Lesa meira