Eyðublöð

Breytingar á leigutaka

Við kaup á fasteignum, húsum eða frístundarhúsum þarf að tilkynna landeiganda um breytingu á leigutaka. Ástæða þess er nafnabreyting, breyting á greiðanda og vegna þinglýsingar kaupsamnings/afsals. Senda þarf útfyllt eyðublaðið til Ríkiseigna ásamt ljósriti af undirrituðum kaupsamningi eða afsali. 

Hér er eyðublað um breytingu á leigutaka.

Hægt er að fylla eyðublaðið út á netinu, prenta það og senda í venjulegum pósti eða skanna og senda á netfangið rikiseignir (hjá) rikiseignir.is.

Umsókn um ábúð/leigu á ríkisjörð

Fyrir ráðstöfun til ábúðar eða leigu á ríkiseign er viðkomandi jörð sett í almenna auglýsingu í dagblöðum þannig að allir áhugasamir landsmenn geti óskað eftir ábúð eða leigu. Auglýsa skal jarðir í Bændablaðinu og a.m.k. einu útbreiddu dagblaði auk heimasíðu Ríkiseigna. Senda þarf útfyllt eyðublað um umsókn um ábúð / leigu á ríkisjörð til Ríkiseigna. Hægt er að fylla eyðublaðið út á netinu, prenta það og senda í venjulegum pósti eða skanna og senda á netfangið rikiseignir (hjá) rikiseignir.is.

Hér er eyðublað um umsókn um ábúð/leigu á ríkisjörð.

Gott er að láta jafnframt fylgja umsókn nánari upplýsingar og meðmæli. Slíkt nýtist við val á milli umsækjenda. 

Umsókn um leigu á landi

Fyrir ráðstöfun ríkislands til leigu er viðkomandi landsvæði sett í almenna auglýsingu í dagblaði þannig að allir áhugasamir landsmenn geti óskað eftir leigu. Auglýsa skal land í Bændablaðinu auk heimasíðu Ríkiseigna. Senda þarf útfyllt eyðublað um umsókn um leigu á landi til Ríkiseigna. Hægt er að fylla eyðublaðið út á netinu, prenta það og senda í venjulegum pósti eða skanna og senda á netfangið rikiseignir (hjá) rikiseignir.is.

Hér er eyðublað um umsókn um leigu á landi.

Gott er að láta jafnframt fylgja umsókn nánari upplýsingar og meðmæli. Slíkt nýtist við val á milli umsækjenda.