Starfsreglur

Þau lög sem mestu skipta vegna jarðamálanna eru jarðalög nr. 81/2004 og ábúðarlög nr. 80/2004 .

Ráðstöfun jarða

Ábúð/leiga. Ábúðarkerfið og útleiga er algengasta fyrirkomulagið og Ríkiseignir halda utanum hundruð ábúðar- og leigusamninga. Stofnun nýrra frístundalóða á ríkisjörðum heyrir nú til undantekninga.

Sala

Á tímabili jókst áhugi fólks á að fá jarðir keyptar. Sala jarða á forræði Ríkiseigna fer einkum fram með eftirfarandi hætti:

  • Sala til sveitarfélaga og ábúenda sem uppfylla ákveðin skilyrði. 
    Efni 35. og 36. gr. jarðalaga nr. 81/2004 heimila sölur af þessu tagi. Ríkiseignir hafa látið Ríkiskaup meta þessar jarðir.
  • Sala samkvæmt fjárlögum.
    Almenna reglan er að allir landsmenn eiga rétt á að bjóða í eignir ríkisins ef annað er ekki ákveðið í sérlögum og hafa Ríkiskaup séð um að auglýsa/leita eftir tilboðum fyrir Ríkiseignir.

Starfsreglur vegna lands og jarða