Kríunes II, Hrísey, Akureyrarkaupstað - Selt

Tilboð óskast 

Tilboð óskast í Kríunes II í Hrísey. Ríkiseignir sjá ekki um sölu eignanna heldur Ríkiskaup, Borgartúni 7C, sem veita jafnframt áhugasömum kaupendum upplýsingar um þær. Tilboðseyðublöð er hægt að nálgast hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu.

Gögn vegna Kríunes II, Hrísey á heimasíðu Ríkiskaupa: http://www.rikiskaup.is/til-solu/fasteignir/usal/20192 .

Upplýsingar um eign: Landnúmer 222439, fastanúmer. 215-6367. Húsið er talið 749,6 m2 að stærð og var byggt árið 1974 undir nautgripaeldi og rannsóknir. Þarna er miðrými (180m² rannsóknarstofa), fjós fyrir 55-60 gripi (316,6 m²), hlaða (207,1 m²) og sláturaðstaða (45,9 m²). Landið er allt í eigu Akureyrarkaupstaðar og fylgir lóðarleigusamningur um 3.507 m² lóð við sveitarfélagið. Brunabótamat eignarinnar er kr. 61.610.000,- og fasteignamat kr. 14.789.000,-.