Um land og jarðir

Umsýsla lands og jarða er hluti af verkefnum lands- og auðlindasviðs Ríkiseigna.

Ríkisjarðir 

Mikill meirihluti eyðijarða og bújarða í eigu ríkisins, er nú á forræði Ríkiseigna í umboði fjármála- og efnahagsráðuneytisins en yfirumsjón ríkisjarðamála er þar. Yfirumsjón með jörðum og jarðahlutum Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla er einnig hjá Ríkiseignum. 

Um áramótin 2018/2019 voru skráðar jarðir í eigu Ríkisjóðs Íslands um 442 talsins, af þeim eru 304 jarðir í umsjón Ríkiseigna. Það eru bæði jarðir í ábúð og eyði. 

Allar jarðir í eigu Ríkissjóðs Íslands má sjá í kortavefsjá Ríkiseigna.

Annað ríkisland

Auk jarða á ríkið mikið land, bæði í dreifbýli og þéttbýli.  Í sumum tilvikum er um að ræða aflögð lögbýli, víðáttumikil uppgræðslusvæði Landgræðslu ríkisins, skógræktarreiti Skógræktar ríkisins, svæði sem Varnarliðið hafði til umráða og svo fjölmarga skika og lóðir.