Algengar spurningar

Hvernig er greiðslufyrirkomulagið?

Ríkiseignir sjá ekki um beinar greiðslur til verktaka. Reikningar eru samþykktir hjá Ríkiseignum og þeir sendir til Fjársýslu ríkisins sem sér um sjálfa greiðsluna. Fjársýsla ríkisins gefur sér að jafnaði 20-30 daga frá dagsetningu reiknings þar til reikningur er greiddur. Sjá nánar hér.  

 

Hvar nálgast ég útboðsgögn verkframkvæmda?

Opin útboð verkframkvæmda eru í umsjón Ríkiskaupa og hægt er að fá frekari upplýsingar um fyrirhuguð útboð á http://www.rikiskaup.is/utbod/i-auglysingu.

Örútboð eru auglýst á heimasíðu ríkiseigna. Einungis þeir sem eru skráðir í rammasamningi Ríkiskaupa geta fengið send örútboðsgögn. Senda skal póst á utbod@rikiseignir.is. Hægt er að nálgast upplýsingar um rammasamning iðnaðarmanna á heimasíðu Ríkiskaupa http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/

Eru allar ríkiseignir í ykkar umsjá?

Ríkiseignir hafa umsjá með ríflega 300 byggingum og 600 jörðum, landspildum og lóðum í eigu ríkisins. Hluti ríkiseigna er í umsjá ráðuneyta og annarra ríkisstofnana.

Eruð þið með byggingar til sölu eða leigu?

Ríkiskaup sjá alfarið um kaup og sölu á byggingum í eigu ríkisins. Sjá: http://www.rikiskaup.is

Upplýsingar varðandi leigu á húsnæði í umsjón Ríkiseigna er svarað á rikiseignir@rikiseignir.is.

Eruð þið með jarðir til sölu, ábúðar eða leigu?

Allar jarðir og landspildur sem eru lausar til ráðstöfunar eru auglýstar hjá Ríkiskaupum. Best er að senda fyrirspurn til okkar eftir nánari upplýsingum á netfangið oskar hjá rikiseignir.is.

Reglur um ráðstöfun jarða í eigu ríkisins eru eftirfarandi:

Ríkisjörðum á forræði Ríkiseigna sem losna úr ábúð eða útleigu skal að jafnaði ráðstafað til ábúðar eða útleigu með leigusamningum, þannig að best samræmist markmiðum um búsetu og landbúnað. Auglýsa skal jarðir í Bændablaðinu og a.m.k. einu útbreiddu dagblaði auk heimasíðu. Í auglýsingu eftir umsóknum áhugasamra um ábúð ríkisjarða eða útleigu landspildna, skal öllum landsmönnum veittur kostur á umsókn.

Sé tekin ákvörðun um sölu á ríkisjörð, þ.m.t. landspildum í ríkiseigu, á frjálsum markaði, sbr. 1. mgr. 38. gr. jarðalaga, nr. 81/2004, skal fela Ríkiskaupum að annast auglýsingar og leita tilboða. Auglýsa skal ríkisjarðir til sölu í dagblöðum (s.s. Bændablaðinu) og á heimasíðu Ríkiskaupa. Fyrir sölu skal leita eftir lagaheimild Alþingis til að selja ríkisjarðir við gerð fjárlagafrumvarps ár hvert. Í auglýsingum um sölu ríkisjarða skal leitað verðtilboða sjá: http://www.rikiskaup.is

Er hægt að fá upplýsingar um hvaða jarðir eru í eigu ríkisins?

Ríkiseignir hafa umsjón með stórum hluta af jörðum í eigu Ríkisjóðs Íslands. Hægt er að sjá allar jarðir í eigu Ríkisjóðs Íslands inn á kortavefsjá hér á síðunni. Þar er gerður greinarmunur á milli jarða í umsjón Ríkiseigna (áður Jarðeigna ríkisins) og jarða sem aðrar stofnanir ríkisins hafa umsjón með. Þær stofnanir geta verið Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, háskólar ríkisins eða aðrar ríkisstofnanir.