Tölulegar upplýsingar
Ríkiseignir hafa umsjón með rúmlega 51% allra fasteigna og 69% allra jarða í eigu ríkisins. Alls hefur stofnunin umsjón með 326 fasteignum og 302 jörðum. Að auki leigja Ríkiseignir um 20 þúsund fermetra skrifstofuhúsnæðis af einkaaðilum og framleigja til ríkisstofnana. Heildarstærð húsnæðis í umsjón Ríkiseigna er um 504.000 þúsund.
Myndritin sýna stærð og skiptingu eignasafnsins eftir ráðuneytum
Myndritin hér að neðan sýna nýtingu jarða og fjölda þeirra eftir landshlutum.
Hjá Ríkiseignum starfa 20 starfsmenn í 19,5 stöðugildi. Fimm á land- og auðlindasviði, átta á byggingasviði og sjö með framkvæmdastjóra á sviði fjármála og reksturs.
Ríkiseignir taka þátt í könnuninni „stofnun ársins“ sem er unnin af SFR í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Á síðasta ári var heildareinkunn Ríkiseigna 4,28 af 5,0 mögulegum og lenti stofnunin í 11. sæti í sínum stærðarflokki.