Fréttir og auglýsingar

Fyrirsagnalisti

3. mar. 2020 : Breytingar hjá Ríkiseignum

Snævar Guðmundsson hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri Ríkiseigna eftir nær 22 ár í starfi. Hann mun áfram sinna verkefnum, hjá Ríkiseignum og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem lúta að þróun fasteignamála ríkisins.

Sólrún Jóna Böðvarsdóttir fjármálastjóri mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra. 

Lesa meira

18. feb. 2020 : Ríkiseignir auglýsa eftir umsóknum um leigu á ríkisjörðunum Sveinsstaðir og Sveintún í Grímsey

Um er að ræða ríkisjarðirnar Sveinsstaði, landnúmer 151857 og Sveintún, landnúmer 151896, í Grímsey, ásamt öllum réttindum og gæðum jarðanna, s.s. nýtni hlunninda í fuglabjörgum. Séreignarland jarðanna er samliggjandi og talið vera samtals um 9,0 hektarar að stærð. Enginn húsakostur fylgir jörðunum.

Lesa meira

17. feb. 2020 : Ríkiseignir auglýsa eftir umsóknum um leigu á ríkisjörðinni Miðgarðar í Grímsey

Um er að ræða ríkisjörðina Miðgarðar, landnúmer 151851, í Grímsey, ásamt öllum réttindum og gæðum jarðarinnar, s.s. nýtni hlunninda í fuglabjörgum. Séreignarland jarðarinnar er talið vera um 11 hektarar að stærð. Enginn húsakostur fylgir jörðinni. Áhugasömum er bent á að fara á staðinn og skoða jörðina og nánasta umhverfi á eigin vegum.

Lesa meira

13. feb. 2020 : Fasteignir og jarðir til sölu

Ríkiskaup selja fjölda eigna í eigu ríkisins. Ýmsar ríkiseignir eru nú til sölu. Um er að ræða jarðir, eyðibýli, íbúðarhús og atvinnuhús.

Lesa meira

11. nóv. 2019 : Nútímavætt viðskiptaumhverfi ríkisins með rafrænum reikningum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2020 skuli allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti. Markmið þessara aðgerða er að draga úr viðskiptakostnaði allra aðila samhliða því að nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins og framfylgja umhverfissjónarmiðum.

Lesa meira

11. nóv. 2019 : Hjólavottun 2019

Ríkiseignir öðlast silfur hjólavottun. Silfur hjólavottun vinnustaða er til merkis um nokkuð skýran vilja innan fyrirtækisins til að vilja hlúa að góðri hjólreiðamenningu en vantar herslumuninn á að ná gullvottun. Með ráðgjöfinni sem fylgir hjólavottuninni er yfirleitt hægt að ná í gullvottun án mjög kostnaðarsamra aðgerða.

Lesa meira