Fréttir og auglýsingar

Fyrirsagnalisti

19. okt. 2020 : Verkefnastjórar

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem koma fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstir og
kröfuharðir kaupendur að hönnun, eftirliti og framkvæmdum. Sjá auglýsingu.

Lesa meira

15. sep. 2020 : Endurbætur og viðhald fasteigna Ríkiseigna aukast vegna fjárfestingaátaks stjórnvalda

Í samræmi við sérstakt fjárfestingaátak stjórnvalda, gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hafa framkvæmdaverkefni Ríkiseigna, sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna aukist um 1,6 milljarða króna frá því sem áður var áætlað.

Lesa meira
Timburhus-Jonstott

7. júl. 2020 : Tilboð óskast í timburhús til brottflutnings

Ríkiseignir óska eftir tilboðum í að fjarlægja timburhús. Staðsetning hússins er suð-vestur af Gljúfrasteini (Jónstótt) í Mosfellsdal. 

Tilboðum skal skila til Ríkiseigna, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 21. júlí 2020

Lesa meira

5. maí 2020 : Framkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins

Ríkiseignir og Minjavernd hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings um að hefja fyrsta áfanga við endurgerð á Hegningarhúsinu Skólavörðustíg. Húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar og mikilvægt að viðgerð hússins taki mið af upprunalegri gerð þess, bæði hvað efnisval og handverk varðar.

Lesa meira

2. apr. 2020 : Fasteignir og jarðir til sölu

Ríkiskaup selja fjölda eigna í eigu ríkisins. Ýmsar ríkiseignir eru nú til sölu. Um er að ræða jarðir, eyðibýli, íbúðarhús og atvinnuhús.

Lesa meira

3. mar. 2020 : Breytingar hjá Ríkiseignum

Snævar Guðmundsson hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri Ríkiseigna eftir nær 22 ár í starfi. Hann mun áfram sinna verkefnum, hjá Ríkiseignum og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem lúta að þróun fasteignamála ríkisins.

Sólrún Jóna Böðvarsdóttir fjármálastjóri mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra. 

Lesa meira