Fréttir og auglýsingar

Fyrirsagnalisti

26. feb. 2021 : Skúffan

Ríkiseignir eru nú komnar með ,,Skúffureikningaforrit“ sem er sérsniðið að reikningagerð fyrir Ríkiseignir og auðveldar birgjum okkar að senda reikninga. 

Smelltu hér og þá kemstu beint á Skúffuna.  

Lesa meira

16. feb. 2021 : Nýr opnunartími

Ríkiseignir hafa nýtt sér heimild kjarasamninga til að stytta vinnuvikuna og vilja þannig stuðla að aukinni samræmingu vinnu og einkalífs. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að umbótum til að ná fram aukinni skilvirkni og betri tímastjórnun þannig að tryggja megi sömu þjónustu þrátt fyrir styttri opnunartíma.

Opnunartími Ríkiseigna breytist í kjölfarið og verður:

Mánudagar-fimmtudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-15:30

Föstudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-14:00

Lesa meira

29. jan. 2021 : Nútímalegt vinnuumhverfi – áherslur og viðmið

Nýlega gaf fjármála- og efnahagsráðuneytið út stefnuskjal um Áherslur og viðmið í húsnæðismálum stofnana ríkisins og Framkvæmdasýsla ríkisins leiðbeiningar um Viðmið um vinnuumhverfi .

Lesa meira

19. okt. 2020 : Verkefnastjórar

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem koma fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstir og
kröfuharðir kaupendur að hönnun, eftirliti og framkvæmdum. Sjá auglýsingu.

Lesa meira

15. sep. 2020 : Endurbætur og viðhald fasteigna Ríkiseigna aukast vegna fjárfestingaátaks stjórnvalda

Í samræmi við sérstakt fjárfestingaátak stjórnvalda, gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hafa framkvæmdaverkefni Ríkiseigna, sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna aukist um 1,6 milljarða króna frá því sem áður var áætlað.

Lesa meira

5. maí 2020 : Framkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins

Ríkiseignir og Minjavernd hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings um að hefja fyrsta áfanga við endurgerð á Hegningarhúsinu Skólavörðustíg. Húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar og mikilvægt að viðgerð hússins taki mið af upprunalegri gerð þess, bæði hvað efnisval og handverk varðar.

Lesa meira