Fréttir og auglýsingar

Framvegis er eingöngu tekið við rafrænum reikningum

4. nóv. 2021

Nú er það grænt!

Fjársýsla ríkisisins tekur ekki lengur við pappírsreikningum. Allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu skulu vera með rafrænum hætti.

Pappírsreikningar verða endursendir.

Berist reikningur á pappír til ráðuneytis/stofnunar þarf ráðuneyti/stofnun að hafa samband við birgja og óska eftir þeim rafrænt.

Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara.

Greiðslufrestur skal aldrei vera styttri en 25 dagar.

Nánar um rafræna reikninga; https://www.fjs.is/fraedsla-og-verklagsreglur/rafraenir-reikningar/

Eru birgjar ekki með rafræna reikninga ?

  • Skúffan er lausn Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna til að senda rafræna reikninga.