Fréttir og auglýsingar

Nútímalegt vinnuumhverfi – áherslur og viðmið

29. jan. 2021

Nýlega gaf Fjármála- og efnahagsráðuneytið út stefnuskjal um Áherslur og viðmið í húsnæðismálum stofnana ríkisins og Framkvæmdasýsla ríkisins leiðbeiningar um Viðmið um vinnuumhverfi .

Í stefnuskjali ráðuneytisins er m.a. farið yfir hvaða meginmarkið skulu höfð að leiðarljósi við húsnæðisöflun hins opinbera og hvað geti talist nútímalegt vinnuumhverfi.

Í leiðbeiningum Framkvæmdasýslunnar er nánari útfærsla á áherslum og viðmiðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Leiðbeiningarnar skal nýta við þróun húsnæðis og starfsaðstöðu ríkisaðila.

Breyttar áherslur í húsnæðisöflun ríkisins eiga að hafa í för með sér betri þjónustu, aukinn sveigjanleika og meiri samlegð í starfsemi stofnana.

Hlutverk Ríkiseigna við öflun húsnæðis og við að veita alhliða þjónustu í húsnæðismálum mun aukast með nýjum áherslum ráðuneytisins.