Fréttir og auglýsingar

Nýtt starf hjá Ríkiseignum

5. nóv. 2019

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra til að annast hagsmunagæslu og stuðla að verðmætasköpun við nýtingu lands, jarða og auðlinda í eigu ríkisins. 

Helstu viðfangsefni:

• Stuðla að betri nýtingu lands og auðlinda
• Gerð samninga um leigu og ráðstöfun lands
• Aðstoð við gerð samninga um ráðstöfun
auðlinda og ákvörðun auðlindagjalds
• Eftirfylgni með efndum og lúkningu
samninga
• Aðstoð við gerð gagnagrunns um land og
auðlindir
• Stofnun lóða, landskipti og aðstoð við aðra
afmörkun lands og jarða
• Almenn upplýsingagjöf

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólapróf eða önnur framhaldsmenntun
sem nýtist í starfi
• Haldgóð reynsla af verkefnastjórnun
• Reynsla af eignaumsýslu og verkefnum
tengdum landbúnaði er kostur
• Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð
• Jákvætt viðmót og færni í mannlegum
samskiptum
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðuneytis.