Fréttir og auglýsingar

Ræktunarspildur til leigu á ríkisjörðinni Brúar í Þingeyjarsveit

12. maí 2021

Ríkiseignir auglýsa eftir umsóknum um leigu á þremur ræktunarspildum á ríkisjörðinni Brúar, landnúmer 153843, í Þingeyjarsveit.

  • Ræktunarspilda 1, er um 18,7 ha. að stærð, en ræktanlegt land talið vera um 14,0 ha.
  • Ræktunarspilda 2, er um 8,3 hektarar að stærð, en ræktanlegt land talið vera um 8,0 ha.
  • Ræktunarspilda 3, er um 11,5 hektarar að stærð, en ræktanlegt land talið vera um 11,0 ha.

Áhersla er lögð á að spildurnar verði nýttar til hagsbóta fyrir byggð á svæðinu, s.s. til að styrkja búsetu, landbúnaðarframleiðslu og atvinnustarfsemi sem fyrir er, eða stuðli að nýsköpun.

Í boði er leigusamningur til allt að 10 ára í samræmi við reglur og gjaldskrá um afnot af ríkislandi. Ríkiseignir munu ganga til samninga við þann eða þá umsækjendur sem uppfylla skilyrði landeiganda best að mati Ríkiseigna. Áhugasömum er bent á að fara á staðinn og skoða spildurnar og nánasta umhverfi á eigin vegum.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí. n.k. og nálgast má umsóknareyðublað og frekari upplýsingar um spildurnar og fyrirkomulag úthlutunar má nálgast hér að neðan. 

Fyrirspurnir skulu berast til Ríkiseigna á netfangið: rikiseignir@rikiseignir.is eða í síma 520-5600.

Brúarræktun gögn Umsóknareyðublað 
Leigusamningur spilda 1  Mynd spilda 1
Leigusamningur spilda 2  Mynd spilda 2
Leigusamningur spilda 3  Mynd spilda 3