Fréttir og auglýsingar

Nýtt starf hjá Ríkseignum

Verkefnastjóri framkvæmda

5. nóv. 2019

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem kemur fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstur og
kröfuharður kaupandi að hönnun, eftirliti og framkvæmdum.

Helstu viðfangsefni:

• Undirbúningur verklegra framkvæmda
• Hönnunarráðgjöf og rýni útboðsgagna
• Stjórnun verkefna og eftirlit með framvindu
• Kostnaðareftirlit, uppgjör og skilamöt
• Þátttaka í umbótarverkefnum innan Ríkiseigna

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Verk-, tækni- eða byggingafræði þar sem
meistarapróf er kostur
• Reynsla af gerð verk- og kostnaðaráætlana
• Reynsla af verkefnastjórnun verklegra
framkvæmda
• Þekking á hönnunarferlum og notkun
hönnunarhugbúnaðar
• Frumkvæði, vandvirkni og ögun í vinnubrögðum
• Jákvætt viðmót og færni í mannlegum
samskiptum
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðuneytis.