Fréttir og auglýsingar

Ríkiseignir auglýsa eftir umsóknum um leigu á ríkisjörðinni Miðgarðar í Grímsey

17. feb. 2020

Um er að ræða ríkisjörðina Miðgarðar, landnúmer 151851, í Grímsey, ásamt öllum réttindum og gæðum jarðarinnar, s.s. nýtni hlunninda í fuglabjörgum. Séreignarland jarðarinnar er talið vera um 11 hektarar að stærð. Enginn húsakostur fylgir jörðinni. Áhugasömum er bent á að fara á staðinn og skoða jörðina og nánasta umhverfi á eigin vegum.

Leitað er eftir áhugasömum leigutökum, skv. forskrifuðum leigusamningi og fyllilega útfylltu umsóknareyðublaði. Í umsókn skal m.a. koma fram menntun og starfsreynsla umsækjanda, sem og lýsing á áformum umsækjanda um fyrirhugaða nýtingu á jörðinni og hvernig hún getur talist til hagsbóta fyrir byggð og mannlíf í Grímsey. Umsækjanda, sem uppfyllir skilyrði landeiganda best að mati Ríkiseigna og talinn er best hæfur miðað upplýsingar á umsóknareyðublaði, stendur til boða 3ja ára leigusamningur til reynslu og með möguleika á framlengingu, ef sýnt er fram á að skilyrði séu uppfyllt að loknum reynslutíma.

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl. n.k. og nálgast má umsóknareyðublað og frekari upplýsingar á heimasíðu Ríkiseigna, www.rikiseignir.is.

Lýsing og gögn

Leigusamningur

Umsóknareyðublað

Mynd 1  Mynd 2   Mynd 3 Mynd 4