Fréttir og auglýsingar

Sviðsstjóri byggingasviðs

10. maí 2021

 Ríkiseignir óska eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra byggingasviðs. Á sviðinu starfa tólf starfsmenn en hlutverk þess er að meta ástand fasteigna með tilliti til viðhaldsþarfa, nauðsynlegra endurbóta og aðlögun að breyttri starfsemi. Sviðsstjóri ber ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri sviðsins ásamt framþróun verkefna. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og er hluti af stjórnendateymi stofnunarinnar. Sjá auglýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum sviðsins
 • Yfirumsjón með viðhalds-, breytinga- og endurbótaverkefnum
 • Yfirumsjón með gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana
 • Yfirsýn yfir verkefnastöðu og eftirfylgni með markmiðum
 • Tryggja samræmt verklag sviðsins • Leiðandi í umbótum, stefnumótun og markmiðasetningu
 • Ábyrgð á innkaupum og að þau séu samkvæmt settum lögum og reglum
 • Stendur skil á rekstrarniðurstöðum og uppgjöri sviðsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í verk-, tækni-, byggingafræði eða sambærileg menntun. Framhaldsmenntun er kostur
 • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af mannauðsmálum og geta til að byggja upp öflugt teymi
 • Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð
 • Reynsla af straumlínustjórnun er kostur
 • Góð þekking á öryggis-, heilsu- og umhverfismálum
 • Góð þekking á lögum og reglum er varða byggingarmál
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Góð tölvukunnátta, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.