Fréttir og auglýsingar
  • Timburhus-Jonstott

Tilboð óskast í timburhús til brottflutnings

7. júl. 2020

Ríkiseignir óska eftir tilboðum í að fjarlægja timburhús. Staðsetning hússins er suð-vestur af Gljúfrasteini (Jónstótt) í Mosfellsdal. Um er að ræða eldri hluta hússins, 120 m2 að stærð ásamt sólstofu 16,3 m2. Húsið er timburhús frá Húsasmiðjunni, byggt árið 1974 með timburgólfi en á steyptum óuppfylltum sökkli (lagnakjallara). Sólstofan er byggð árið 1984. Trépallur er utan með húsinu. Ekki er reiknað með að kaupandi fjarlægi steypta hluta hússins. Húsið skal fjarlægt í síðasta lagi 15. ágúst 2020 og skal kaupandi gera það á sinn kostnað og ábyrgð.

Frekari fyrirspurnir má senda á netfangið: utbod@rikiseignir.is

Tilboðum skal skila til Ríkiseigna, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 21. júlí 2020.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.