Fréttir og auglýsingar
  • Tollhúsið
    Tollhúsið við Tryggvagötu - framkvæmdir
  • Tollhúsið
    Tollhúsið við Tryggvagötu - fyrir breytingar

Tollhúsið við Tryggvagötu

Endurbætur á þaki

30. sep. 2015

Tollhúsið Nú standa yfir talsvert miklar endurbætur á Tollhúsinu við Tryggvagötu. Verkið, felur í sér að skipta um þakefni yfir annarri hæð sem og á því svæði þar sem Geirsgatan átti að liggja yfir vöruskemmu Tollstjóraembættisins. Einnig steypuviðgerð og málun fyrstu og annarar hæðar. Jafnframt verður sett milligólf og útbúin bílageymsla fyrir embætti Tollstjóra í hluta vörugeymslunnar. Á sama tíma verða settar gluggaeiningar í norðurhlið vörugeymslunnar í stað innkeyrsluhurða. Tollhúsið


Um er að ræða tvö aðskilin verk, sem bæði voru boðin út og voru lægstbjóðendur í sitthvoru verkinu J.S.-hús og Kantur. Reiknað er með að verkefnunum ljúki að fullu um mitt ár 2016.