Fréttir og auglýsingar

Unaós-Heyskálar til leigu

Ríkiseignir auglýsa eftir tilboðum í leigu á ríkisjörðinni Unaós-Heyskálar á Fljótsdalshéraði

3. júl. 2019

Um er að ræða ríkisjörðina Unaós-Heyskálar, landnúmer 157222, ásamt öllum hlunnindum og gæðum. Jörðin er staðsett neðst á Fljótsdalshéraði, við Héraðssanda, Selfljót og Ósa, við mörk að Borgarfjarðarhreppi. Aðkoma að jörðinni er um Borgarfjarðarveg (94), en jörðin er í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og í um 20 km fjarlægð frá Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Land jarðarinnar er talið vera um 2911 ha. og þar af ræktað 25-30 ha. Jörðin er að mestu fjalllendi og hlíðar en flatlendi og ræktunarmöguleikar eru helst á austari hluta jarðarinnar í landi Heyskála. Jörðin er talin henta vel til fjárbúskapar og ferðaþjónustu. Jörðinni fylgja 212,4 ærgildi og veiðiréttur í Selfljóti. Nokkur húsakostur er á jörðinni, s.s. stórt steinsteypt íbúðarhús og útihús til fjárbúskapar ásamt vélageymslu. Jörðin og húsakostur er almennt talinn vera í sæmilegu eða slöku ástandi og þarfnast viðhalds og endurbóta. Til að stuðla að búsetu og nýtingu bújarða er jörðin boðin til leigu, til reynslu í 5 ár með því skilyrði að landið sé nýtt til landbúnaðar, ferðaþjónustu eða í aðra starfsemi til hagsbóta fyrir viðkomandi svæði. Sýning jarðarinnar fer fram kl. 13-17, helgina 20.-21. júlí og helgina 10.-11. ágúst. Tilboðsfrestur er til 23. ágústs 2019. 

Frekari upplýsingar má nálgast hér að neðan eða hafa samband í síma 520 5600 og á rikiseignir (hjá) rikiseignir.is.:

Unaós lýsing 2019

Úttektarskýrsla / ástandslýsing landsúttektarmanna frá júní 2017

Minnispunktar umsjónarmanns Ríkiseigna frá júní 2019

Unaós leigusamningur 2019

 

Myndir: 

       
Mynd 1 Mynd 2 Mynd 3 Mynd 4
Mynd 5 Mynd 6 Mynd 7 Mynd 8
Mynd 9 Mynd 10 Mynd 11 Mynd 12
Mynd 13 Mynd 14 Mynd 15 Mynd 16
Mynd 17 Mynd 18 Mynd 19 Mynd 20