Starfsemi
Ríkiseignir hafa umsjón með fasteignum, jörðum og auðlindum í eigu ríkisins í umboði fjármála- og efnahagsráðuneytis. Hlutverk Ríkiseigna er að tryggja örugga og hagkvæma umsýslu þessara eigna.
Umsýsla fasteigna felst einkum í útleigu húsnæðis til stofnana ríkisins, viðhaldi fasteigna og daglegum rekstri þeirra. Umsýsla jarðeigna felst aðallega í útleigu og ábúð á ríkisjörðum, umsjón með leigusamningum og samskiptum við leigutaka og ábúendur. Að auki annast Ríkiseignir umsýslu og skráningu auðlinda í eigu ríkisins.
Starfsemi | Stjórnendur |
---|---|
Heimilisfang: |
Framkvæmdastjóri: Sólrún Jóna Böðvarsdóttir Sviðsstjóri byggingasviðs: Helgi V. Bragason
|