Hlutverk

Ríkiseignir hafa umsjón með fasteignum, jörðum og auðlindum í eigu ríkisins í umboði fjármála- og efnahagsráðuneytis. Hlutverk Ríkiseigna er að tryggja örugga og hagkvæma umsýslu þessara eigna. Framtíðarsýn Ríkiseigna er að vera fyrsti kostur ríkisins þegar kemur að umsýslu fasteigna, jarðeigna og auðlinda.