Saga Ríkiseigna

Starfsemi Ríkiseigna má rekja til ársins 1981. Þá skipaði fjármálaráðherra sérstaka stjórn sem skyldi fara með málefni húseigna Ríkissjóðs Íslands. Helstu verkefni voru umsjón með rekstri, nauðsynlegu viðhaldi, breytingum á fasteignum og umsýslu þeirra fjármuna sem til stofnunarinnar renna í umboði fjármálaráðuneytis.  Fasteignir ríkissjóðs tóku til starfa í kjölfarið og fóru með umsjón fasteigna sem ráðuneytið fól þeim.

Umfang Fasteigna ríkissjóðs hefur vaxið mikið á liðnum árum en starfsemin sjálf verið með svipuðu sniði allt fram til ársins 2015 að stofnunin tók við verkefnum er lúta að umsjón með landi og auðlindum í eigu ríkisins og höfðu áður verið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þá var heiti stofnunarinnar jafnframt breytt í Ríkiseignir.