Umsýsla fasteigna

Umsýsla fasteigna felst einkum í útleigu húsnæðis í eigu ríkisins til stofnana ríkisins, viðhaldi og daglegum rekstri þess, sem og framleigu fasteigna sem stofnunin hefur leigt á almennum markaði.  

Í eignasafni Ríkiseigna eru framhaldsskólar, heilbrigðisstofnanir, lögreglustöðvar, söfn og skrifstofuhúsnæði af ýmsum gerðum. Um helmingur fasteignanna er á höfuðborgarsvæðinu en hinn hlutinn dreifist um allt landið. Í upphafi árs 2019 nam eignasafn Ríkiseigna rúmlega 500 þús. m².

Allar fasteignir í umsjá Ríkissjóðs Íslands má sjá í byggingavefsjá Ríkiseigna.