Umsýsla jarðeigna

Umsýsla jarðeigna felst aðallega í umsjón með ábúð á ríkisjörðum, umsjón með leigusamningum og samskiptum við leigutaka og ábúendur. Að auki annast Ríkiseignir skráningu og umsjón með auðlindum í eigu ríkisins. Í upphafi árs 2020 voru skráðar jarðir í eigu Ríkisjóðs Íslands 433 talsins. Af þeim eru 300 í umsjón Ríkiseigna, bæði jarðir í ábúð og eyðijarðir.

Auk jarða á ríkið mikið land, bæði í dreifbýli og þéttbýli sem Ríkiseignir hafa yfirumsjón með. Þar má nefna aflögð lögbýli, uppgræðslusvæði Landgræðslunnar og skógræktarsvæði Skógræktarinnar.

Allar jarðir í eigu Ríkissjóðs Íslands má sjá í jarðavefsjá Ríkiseigna.