Stefna Ríkiseigna

Kjarnastarfsemi

Hlutverk :

 • Hlutverk Ríkiseigna er örugg og hagkvæm umsýsla jarða, annarra fasteigna og auðlinda sem stofnunin hefur umsjón með.

Framtíðarsýn:

 • Að Ríkiseignir verði fyrsti kostur ríkisins þegar kemur að umsýslu fasteigna, jarðeigna og auðlinda.

Helstu verkefni:

 • Almenn umsjón, fyrir hönd ríkissjóðs, með jörðum, öðrum fasteignum og auðlindum.
 • Þjónusta við leigutaka, ábúendur og aðra samstarfs- eða hagsmunaaðila.
 • Útleiga ríkishúsnæðis og innheimta húsaleigu fyrir afnotin.
 • Endurleiga fasteigna sem stofnunin hefur leigt á almennum markaði.
 • Umsjón með útleigu og ábúð á ríkisjörðum og innheimtu jarðarafgjalda.
 • Viðhald og endurbætur á fasteignum, með það að markmiði að þær viðhaldi verð- og notagildi sínu sem og menningarlegum verðmætum.
 • Rekstur fasteigna að því marki sem það er ekki á ábyrgð leigutaka.
 • Halda greinargóðan gagnagrunn um jarðir, aðrar fasteignir og auðlindir í eigu ríkisins.
 • Stuðla að hagkvæmri nýtingu eigna og auknum tekjum af þeim.
 • Vinna að langtímaáætlun um jarðir, aðrar fasteignir og auðlindir varðandi framtíðareignarhald, nýtingu og mögulega hagræðingu.

Hér má sjá skjalið í heild sinni.