Gæðastefna
Ríkiseignir gegna mikilvægu hlutverki á sviði fasteigna, jarða og auðlinda og leggja í því sambandi áherslu á gæði vinnu og þjónustu við viðskiptavini sína. Viðskiptavinir í þessu tilliti eru einkum ráðuneyti, sveitarfélög, opinberir eftirlitsaðilar, stofnanir sem leigutakar,ábúendur og aðrir leigjendur á jörðum, ráðgjafar, birgjar, verktakar og aðrir hagsmunaaðilar.
Gæðastefna Ríkiseigna er:
- Að tryggja að verklag stofnunarinnar sé í samræmi við opinber fyrirmæli og góða stjórnsýslu.
- Að í öllu verklagi sé gætt ýtrustu skilvirkni og hagkvæmni.
- Að tryggja að stofnunin komi fram sem trúverðugur þjónustuaðili gagnvart viðskiptavinum.
- Að vinna að stöðugum umbótum og árangri í starfsemi stofnunarinnar.
- Til að framfylgja gæðastefnu stofnunarinnar munu Ríkiseignir starfrækja gæðakerfi sem byggir á staðlinum ISO:9001.
Ábyrgð á framkvæmd
- Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á gæðastefnu stofnunarinnar.
- Gæðastjóri ber ábyrgð á innleiðingu gæðastefnunnar og eftirliti með framkvæmd hennar.
- Gæðastefnan tekur til allra starfsmanna stofnunarinnar. Þeir bera ábyrgð á að fylgt sé vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar.
- Allir starfsmenn bera ábyrgð á að tilkynna gæðastjóra um frávik og galla.