Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Ríkiseigna er sem hér segir:

Ríkiseignir ábyrgjast að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Einungis er unnið með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar þykja vegna starfseminnar.

Ríkiseignir geyma upplýsingar er varða starfsmenn vegna ráðningarmála, afgreiðslu launa og starfstengdra réttinda.

Ríkiseignir halda yfirlit um birgja og verktaka og geta óskað eftir persónuupplýsingum um verktaka og
starfsmanna þeirra. Tilgangurinn er að geta metið tilboð samkvæmt valforsendum eða til að meta hæfi fyrirtækja til að uppfylla samninga og/eða kröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.
Ríkiseignir hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og ábyrgjast að
persónuupplýsingar sem stofnunin óskar eftir, eða hefur yfir að ráða, verði varðveittar á tryggum stað. 

Vinnsla persónuupplýsinga er eingöngu aðgengileg þeim starfsmönnum sem það þurfa starfs síns vegna.
Verði persónuupplýsingum deilt með þriðja aðila er það einungis á grundvelli verkefna Ríkiseigna.
Hinn skráði á rétt á að fara fram á það við Ríkiseignir að fá aðgang að persónuupplýsingum.

Umfang og ábyrgð

Stefnan nær til allra starfsmanna og viðskiptavina Ríkiseigna.

Framkvæmdastjóri Ríkiseigna ber ábyrgð á stefnunni.

Vefur Ríkiseigna notar „kökur“, en það eru litlar textaskrár sem vefþjónn á léninu sem setti kökuna á harða drifið þitt getur lesið. Við kunnum að nota kökur til að vista val og stillingar þínar, auðvelda innskráningu og greina aðgerðir á vefsvæðum.

Ólöf Ösp Guðmundsdóttir gegnir hlutverki persónuverndarfulltrúa Ríkiseigna. Hægt er að hafa samband við hana í síma 520 5600 eða  Olof.O.Gudmundsdottir@rikiseignir.is