Umhverfisstefna Ríkiseigna

Hjá Ríkiseignum er lögð áhersla á umhverfis og náttúruverndarsjónarmið og sett hafa verið skýr markmið í umhverfismálum. Lögð er áhersla á að efla jákvætt viðhorf starfsmanna til umhverfisverndar.  

Vistvænn lífsmáti

Lögð er áhersla á að sýna umhverfisvitund í verki og stuðla að heilsusamlegum starfsskilyrðum.

Samgöngur

Starfsmenn eru hvattir til þess að nýta vistvænar samgöngur sé þess kostur.

Orku- og auðlindanotkun

Starfsmenn eru hvattir til að spara orku í þeim tilgangi að draga úr sóun.

Vistvæn innkaup

Íhuga skal vel þörfina áður en keypt er inn, til dæmis hvort megi nýta betur, samnýta eða lagfæra. Aðfanga  er aflað í samræmi við stefnu ríkisins um vistvæn innkaup.

Tölvupóstur

Í tölvupóstum sem sendur er fyrir hönd Ríkiseigna eru viðtakendur hvattir til þess að huga að umhverfinu áður en tölvupóstur er prentaður.

Sorp

Allt sorp er flokkað með viðeigandi hætti í samræmi við græn skref Umhverfisstofnunar.

Umfang og ábyrgð

Umhverfisstefna og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Ríkiseigna.

Starfsmenn Ríkiseigna framfylgja umhverfisstefnunni og hafa hana til hliðsjónar í starfi sínu.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stefnunni.

Stefnan er í stöðugri í endurskoðun. Umhverfisráð Ríkiseigna fylgist með framkvæmd hennar og kemur eftir atvikum með ábendingar um endurskoðun stefnunnar.