Gerð reikninga

Upplýsingar fyrir verktaka


Ríkiseignir áskilja sér a.m.k. eina viku til að yfirfara reikninga og staðfesta til greiðslu. Allir reikningar eru framsendir til Fjársýslu ríkisins sem annast greiðslu þeirra. Óraunhæft er að ætla að ferlið frá því reikningur er móttekinn og þar til hann er greiddur taki minna en þrjár heilar vikur og skal taka mið af því þegar gjalddagi / eindagi er ákveðinn á greiðsluseðli.  

Gefnar eru út verkbeiðnir fyrir öllum verkefnum en á þeim kemur m.a. fram lýsing á verkinu og hvenær því skuli lokið. Verkbeiðnir eru sendar rafrænt til verktaka og er framvísun á endurriti af beiðninni forsenda þess að reikningur fáist greiddur á réttum tíma. 

Ríkiseignir geta nú tekið á móti rafrænum reikningum en nauðsynlegt er að láta verkbeiðninúmer fylgja með í lýsingu verksins.

Reikninga skal stíla á Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík.

Þeir skulu vera forprentaðir eða á öðru viðurkenndu formi og bera með sér nafn, kennitölu og virðisaukaskattsnúmer útgefanda reiknings, ásamt reikningsnúmeri.

Texti reiknings skal vera skýr og lýsandi. Í honum skal gera grein fyrir hvar vinna var innt af hendi eða vörur afhentar, þ.e. heimilisfang og / eða heiti stofnunar.

Greiðsla reikninga frá Fjársýslu ríkisins getur verið með tvennum hætti:

  • Ef greiðsluseðill fylgir er greitt samkvæmt honum á eindaga.
  • Ef ekki fylgir greiðsluseðill er greiðsla millifærð á bankareikning viðkomandi.

Í seinna tilvikinu er miðað við að reikningar séu greiddir innan eins mánaðar frá útgáfu þeirra.