ÚTBOÐ - Menntaskólinn við Hamrahlíð, Hamrahlíð 10, viðhaldsframkvæmdir utanhúss 2017
Örútboð nr. 204 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnaðarmanna
Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna utanhússviðgerða á hluta ytra byrðis Menntaskólans við Hamrahlíð, Hamrahlíð 10. Verkið felst í viðgerðum á afmörkuðum eldri hluta hússins, þ.e. við vestur-, suður- og austurhlið, auk lekaviðgerða á þaki. Gera á við tréverk glugga þessara hliða, auk glugga á þaki, og mála það. Einnig er um að ræða múrviðgerðir á afmörkuðum svæðum.
Helstu magntölur eru:
Gluggamálun o.fl. ................................................................................ 2535 mtr
Málun krossviðarrenninga á milli glugga o.fl. .................................... 322 mtr
Viðgerðir á tréverki (karma o.fl.) ........................................................ 20 mtr
Endurnýjun krossviðarrenninga á milli glugga ................................... 25 mtr
Endurnýjun glers .................................................................................. 15 m2
Endurnýjun glerlista ............................................................................. 150 mtr
Ýmsar múrviðgerðir og blettmálun ..................................................... 65 m2
Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.
Þeir sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á throstur@verksyn.is fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 9. mars 2017.