Nes- og Bakkagil – Ofanflóðavarnir fyrir Neskaupstað

Ríkiskaup, fyrir hönd, Fjarðabyggðar kt. 4706982099, óskar eftir tilboðum í verkið Ofanflóðavarnir Norðfirði, Nes- og Bakkagil.

Um er að ræða almennt útboð sbr. 34. gr. laga um opinber innkaup

Verkið felst í því að byggja snjóflóðavarnarmannvirki ofan byggðar í Neskaupstað undir Nes- og Bakkagili á grundvelli meðfylgjandi útboðsgagna. Um er að ræða gerð þvergarðs og tveggja raða af keilum (hér eftir kallað neðri keiluröð og efri keiluröð) og annarra mannvirkja sem eru hluti af verkinu, s.s. vega, stíga, slóða og vatnsrása fyrir ofanvatn/vatnaveitingar.

Um rafrænt útboð er að ræða og skal öllum tilboðum og fylgigögnum skilað í gegnum rafrænt útboðskerfi Ríkiskaupa, Mercell TendSign https://tendsign.is.

Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem lýst er í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs.

https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=13518

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Útboðsnúmer: 22167

Opnun tilboða: 17.4.2024