Hvað er Deigla?

Deiglur eru nýjung sem FSRE hefur þróað. Þar fá tveir eða fleiri ríkisaðilar nútímalega aðstöðu þar sem fjölbreytt stoðrými eru samnýtt . Deigla er blanda af fastri aðstöðu, samnýttum svæðum og aðstöðu til tímabundinnar notkunar eftir þörfum. Aðstaðan er með allt til alls sem snýr að búnaði og þjónustu. 

Fyrsta Deiglan var tekin í notkun af FSRE og Ríkiskaupum haustið 2022. Þar starfa yfir 100 manns í 1250 fermetra húsnæði. Stefnt er að opnun fleirri Deiglna á næstu misserum.

Deigla kemur til móts við þróun í átt að störfum án staðsetningar eða blönduðu vinnuumhverfi, þar sem starfsfólk hefur möguleika á að vinna á starfstöð innan Deiglu eða í fjarvinnu að heima eða í Deiglu í öðrum sveitafélögum. Deiglur skapa þannig mikið hagræði og samlegð auk þess sem aukin tækifæri skapast til þekkingarmiðlunar, samstarfs og nýsköpunar þvert á ríkisstofnanir.

Deiglu-hugmyndafraedi

Hver er ávinningurinn?

Stökkpallur tækifæra

  • Fjölbreytt, lifandi og þverfaglegt starfsumhverfi
  • Frjór jarðvegur fyrir tengslanet þvert á ríkisaðila og snertiflötur við þekkingu þvert á málaflokka

Stakkur sniðinn að vexti

  • Aðstaða fyrir tímabundin verkefni, fjarvinnu og störf án staðsetningar
  • Sveigjanlegir leigusamningar, aðstaða endurspeglar þarfir ríkiaðila á hverjum tíma
  • Aðstöðukostnaður endurspeglar raunnotkun
  • Færri fermetrar  þýða minni losun á hvern starfsmann